Tímabil Ástrósar Lenu Ægisdóttur og Þóru Kristínar Jónsdóttur í dönsku úrvalsdeildinni rúllaði af stað í gær er lið þeirra AKS Falcon lagði BK Amager með minnsta mun mögulegum, 75-76.

Þóra Kristín var stigahæst AKS í leiknum með 19 stig, en við það bætti hún frákasti, 3 stoðsendingum, stolnum bolta og 2 vörðum skotum á rúmum 26 mínútum spiluðum í leiknum. Ástrós Lena hafði öllu hægar um sig í stigaskorun í leiknum, en hún lék 7 mínútur í leiknum.

Tölfræði leiks