Nú í hádeginu var dregið í 32 og 16 liða úrslit VÍS bikarkeppni karla og 16 liða úrslit í VÍS bikarkeppni kvenna.

Í VÍS bikarkeppni karla þurfa einhver liðanna að mætast í 32 liða úrslitum til þess að spila upp á sæti sitt í 16 liða úrslitunum, en hér fyrir neðan má einnig sjá þá leiki sem spila þarf áður, en bandstrik eru milli þeirra viðureigna.

Leikið verður síðustu vikurnar í október, en nákvæmar dagsetningar leikja eru væntanlegar inn á heimasíðu mótsins hjá KKÍ innan skamms.

Hér fyrir neðan má sjá hvaða lið mætast:

16 liða úrslit VÍS bikar karla

ÞórAk/Stjarnan – ÍR/Sindri

Grindavík – Ármann 

Þróttur Vogum/Njarðvík – Tindastóll/Haukar

Álftanes/Keflavík – Fjölnir

Valur/Breiðablik- Hrunamenn

ÍA/Selfoss – Höttur/ÞórÞ

Snæfell – Skallagrímur

KR/KRB – Hamar

16 liða úrslit VÍS bikar kvenna

Stjarnan – Þór Akureyri

ÍR – Ármann

Fjölnir – Valur

Aþena – Njarðvík

Snæfell – Breiðablik

KR – Grindavík

Keflavík – Tindastóll

Haukar – Þórshamar