Leikmaður Golden State Warriors Stephen Curry lét hafa það eftir sér á dögunum að eina liðið sem hann myndi vilja spila fyrir færi svo að tími hans hjá meisturum NBA deildarinnar væri á enda, væri Charlotte Hornets. Steph lék á sínum tíma í miðskóla með Charlotte Christian, en ummælin lét hann hafa eftir sér er hann tók við lykil að Charlotte borg við hátíðlega athöfn á dögunum. Þar sagðist hann vilja klára sinn tíma hjá Golden State vegna þess hversu mikilvægur sá tími hefði verið með þeim leikmönnum sem leikið hafa með honum þar, áður en hann ræðir möguleikann á að fara til Charlotte.

Segir Steph að hann sé mikið spurður að því hvort hann vilji ekki koma til baka og spila fyrir Hornets og að hann sé ekki að segja neinar stórfréttir eða gefa nein loforð og enn frekar “Allt sem mig langar að segja, er að ef að það er eitthvað lið sem mig langar að spila fyrir sem heitir ekki Warriors, þá væri þetta það”

Þá væri Steph ekki fyrsti leikmaðurinn með eftirnafnið Curry sem myndi spila fyrir Hornets, en faðir hans Dell Curry lék í 10 tímabil fyrir Charlotte við góðan orðstír, 1988-1998.

Hér fyrir neðan má sjá Steph taka við lykil að borginni: