Átta liða úrslit EuroBasket kláruðust í dag með tveimur leikjum.

Í gær höfðu Spánn og Þýskaland tryggt sig í seinni undanúrslitaleik komandi föstudags, en í dag varð ljóst að Frakkland og Pólland mætast í þeim fyrri.

Frakkland lagði Ítalíu í fyrri leik dagsins með 8 stigum, 93-85. Atkvæðamestur fyrir Frakkland í leiknum var miðherjinn Rudy Gobert með 19 stig og 14 fráköst. Fyrir Ítalíu var það Marco Spissu sem dró vagninn með 21 stigi og 4 stoðsendingum.

Tölfræði leiks

Í seinni leik dagsins lagði Pólland sterkt lið Slóveníu, 87-90. Atkvæðamestur fyrir Pólland í leiknum var Mateusz Ponitka með 26 stig, 16 fráköst og 10 stoðsendingar. Fyrir Slóveníu var Vlatko Cancar með 21 stig og 4 fráköst.

Tölfræði leiks