KR samdi í gær við sjö leikmenn liðsins fyrir komandi átök í fyrstu deild kvenna.

Þær Anna Fríða Ingvarsdóttir, Anna María Magnúsdóttir, Anna Margrét Hermannsdóttir, Fjóla Gerður Gunnarsdóttir, Hildur Arney Sveinbjörnsdóttir, Rakel Vala Björnsdóttir og Steinunn Sveinsdóttir munu allar áfram leika með félaginu á komandi leiktíð. Stelpurnar 7 eru fæddar árin 2005 og 2006 og eru því 16 og 17 ára gamlar. Þær hafa spilað saman meira og minna upp alla yngri flokkana, og unnið þar titla saman.

Hörður Unnsteinsson þjálfari KR:

“Ég er gríðarlega ánægður að sjá þessar efnilegu og frábæru stelpur skrifa undir sinn fyrsta alvöru meistaraflokkssamning. Hérna eru stelpur sem eru að fara spila stóra rullu í meistaraflokki kvenna bæði í vetur og næstu árin. Þær sýndu það í úrslitakeppninni í fyrra að þær eru klárar að spila rullu í meistaraflokknum þrátt fyrir ungan aldur. Þær eru svo lykilleikmenn í 12. flokknum okkar, þar sem við stefnum á að gera atlögu að öðrum Íslandsmeistaratitli.”