Tryggvi Snær Hlinason og Casademont Zaragoza máttu þola tap í kvöld fyrir Monbus Obradoiro í fyrsta leik tímabilsins í ACB deildinni á Spáni, 76-73.

Tryggvi Snær lék rúmar 16 mínútur í leiknum og skilaði 2 stigum, 4 fráköstum og 3 vörðum skotum í leiknum, en hér fyrir neðan má sjá eitt þeirra.

Næsti leikur Tryggva og Zaragoza er þann 1. október gegn Murcia.

Tölfræði leiks