Victor Wembanyama 18 ára leikmaður Metropolitans 92 í Frakklandi opnaði tímabilið með frábærri frammistöðu, 23 stigum, 10 fráköstum og 3 vörðum skotum.

Victor er af mörgum talinn líklegastur til þess að verða valinn fyrstur í nýliðavali NBA deildarinnar næsta sumar og ekki er ólíklegt að þónokkur athygli verði á honum í Frakklandi þangað til.

Hér fyrir neðan má sjá háu ljósin úr þessum fyrsta leik tímabilsins frá einum helsta greinanda ungra leikmanna í heiminum, Jonathan Givony hjá DraftExpress og ESPN.