Þróttur Vogum samdi á dögunum við sex leikmenn fyrir komandi átök í 2. deild karla.

Þeir Tylin Ceion Lockett (frá Tiffin University) Aron Ingi (frá Keflavík) Jón Arnór (frá Njarðvík) Ragnar Gerald (frá Hetti) Gunnar Már (frá Hvidovre Devils) og Eyþór Einarsson (frá Njarðvík) munu allir leika með liðinu á komandi tímabili.

Þróttur gerði ansi vel á síðasta tímabili og voru nálægt því að vinna sig upp um deild. Allt kom þó fyrir ekki og töpuðu þeir fyrir Ármann í úrslitum deildarinnar.