KR hefur samið við Saimon Sutt um að leika með liðinu á komandi tímabili í Subway deild karla.

Saimon er 27 ára, 201 cm eistneskur framherji sem kemur til KR frá heimalandinu, en ásamt því að hafa leikið þar hefur hann einnig verið sem atvinnumaður í Austurríki og í sameiginlegri deild Lettlands og Eistlands. Þá hefur hann einnig verið hluti af landsliði Eistlands, nú síðast í undankeppni þeirra fyrir HM 2019.