Njarðvík og Haukar opnuðu vertíðina í viðureigninni meistari meistaranna í kvennaflokki í gærkvöldi. Framlengja varð þennan slag liðanna sem einnig léku til úrslita í Subwaydeild kvenna á síðustu leiktíð. Haukar gerðu vel að koma leiknum í framlengingu en Njarðvíkingar reyndust þar eiga meira bensín á tanknum og kláruðu dæmið með risaleik frá Aliyah Collier sem splæsti í 45 stig og 29 fráköst.

Hérna er meira um leikinn

Karfan spjallaði við Rúnar Inga Erlingsson þjálfara Njarðvíkur eftir leik í Ljónagryfjunni.