KR hefur samið við Roberts Freimanis um að leika með liðinu á komandi tímabili í Subway deild karla.

Roberts er 31. árs, 205 cm, lettneskur framherji sem kemur til liðsins frá Academic Plodiv í Búlgaríu, en á síðasta tímabili skilaði hann 11 stigum, 7 fráköstum og 2 stoðsendingum að meðaltali í leik. Ásamt því að hafa áður leikið sem atvinnumaður í Búlgaríu og heimalandinu Lettlandi hefur Roberts einnig leikið í Eistlandi.