Árlegt minningarmót Péturs Péturssonar rúllar af stað með tveimur leikjum í Blue Höllinni í Keflavík í dag.

Njarðvík og Haukar eigast við í fyrri leik kvöldsins kl. 18:00, en í þeim seinni mæta heimamenn liði Grindavíkur kl. 20:00.

Allur ágóði af miðasölu á leikina fer til góðgerðamála. Verðið fyrir einn leikdag er 2000 kr. og allt mótið 3000 kr., en komandi laugardag 24. september verða seinni tveir leikir mótsins á dagskrá.