Nýliðar Hattar í Subway deild karla gerðu sér lítið fyrir og lögðu Tindastól á Sauðárkróki í gærkvöldi í æfingaleik, 74-88.

Höttur hafði tögl og hagldir á leiknum allt frá fyrstu mínútu. Leiddu með 8 stigum eftir fyrsta leikhluta 13-21 og þegar að liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik var forysta þeirra komin í 13 stig, 31-44. Heimamenn í Tindastól tóku aðeins við sér í seinni hálfleiknum, en náðu þó ekkert að vinna á forskoti Hattar. Niðurstaðan að lokum 14 stiga sigur austanmanna, 74-88.

Stigaskor fyrir Tindastól, Keyshawn 16 stig, Zoran 14 stig, Arnar 10 stig, Eyþór 9 stig, Taiwo 8 stig, Pétur 3 stig, Adomas 2 stig, Reynir 2 stig, Veigar 1 stig.

Stigaskor fyrir Hött, Matej 19 stig, Tim 19 stig, Adam 14 stig, Gísli 11 stig, Juan 11 stig, Nemanja 8 stig, David 4 stig, Obie 2 stig.