Tveir leikir fóru fram í Icelandic Glacial mótinu í dag.

Í fyrri leik dagsins hafði Njarðvík betur gegn Íslandsmeisturum Vals, 102-95. Atkvæðamestur fyrir Njarðvík í leiknum var Dedrick Basile með 18 stig, 3 fráköst og 8 stoðsendingar. Fyrir Val var það Kristófer Acox sem dró vagninn með 23 stigum, 8 fráköstum og 6 stoðsendingum.

Tölfræði leiks

Í seinni leik dagsins bar Breiðablik sigurorð af heimamönnum í Þór, 90-105. Everage Lee Richardson atkvæðamestur Blika í leiknum með 31 stig, 7 fráköst og 7 stoðsendingar. Fyrir heimamenn var Alonzo Walker atkvæðamestur með 17 stig og 14 fráköst.

Tölfræði leiks

Það sem af er móti hafa bæði Njarðvík og Breiðablik unnið báða leiki sína og mun leikurinn á milli þeirra komandi þriðjudag vera hreinn úrslitaleikur mótsins. Valur og Þór munu einnig mætast sama dag, í leik sem er þá upp á þriðja sætið á mótinu.