Njarðvík lagði Grindavík í kvöld í Subwaydeild kvenna þegar liðin mættust í Ljónagryfjunni. Liðin skildu við 1. umferð deildarinnar á sitthvoran hátt þar sem að Grindavík lagði Fjölni en Njarðvík tapaði fyrir Keflavík. Fyrir leik var því búist við hörku leik sem að vissuleyti úr varð.

Njarðvík komu gríðarlega öflugar til leiks og þá sérstaklega varnarmegin. Þær spiluðu þar sem gríðarlega góð liðsheild og voru Grindavík þó nokkurn tíma að komast í einhvern takt við leikinn þetta kvöldið. Njarðvík leiddu með 9 stigum þá þegar í hálfleik og í þriðja leikhluta var grunnur að sigrinum lagður nokkuð örygglega þegar Njarðvík skoruðu 25 stig gegn aðeins 9 stigum gestanna. Grindavík náðu að bíta frá sér á loka sprettinum í 4. leikhluta en það dugði hinsvegar ekki til og 76:61 sigur heimastúlkna í Njarðvík varð niðurstaða kvöldsins.

Mest náðu Njarðvík 27 stiga forskoti og það í þriðja leikhluta. Slíkri holu er ansi erfitt að komast uppúr en Grindavík sýndu hinsvegar fínan karakter í stöðunni. Njarðvíkurliðið var einfaldlega sterkar á svellinu í kvöld og lönduðu sanngjörnum sigri.

Allyah Collier fór fyrir Njarðvík sem fyrr með 23 stig og 16 fráköst. Bríet Hinriksdóttir spilaði einni vel í kvöld og þá kom Lovísa Sverrisdóttir sterk af bekknum og sýndi fádæma yfirvegun í sínum leik. Gríðarlegt efni þar á ferðinni og mun hjálpa Njarðvík vel í vetur.

Hjá Grinadvík var Dani Rodriquez var stigahæst gestana með 23 stig og spilaði best og næst henni kom Hulda Björk Ólafsdóttir sem virðist bæta sig með hverju ári. Elma Dautovic spilaði sinn fyrsta leik fyrir Grindavík í kvöld og lofar hún vissulega góðu þó svo að hún hafi aldrei náð fullum takti í kvöld.

Tölfræði leiksins