ÍR hefur samið við Martin Paasoja fyrir komandi tímabil í Subway deild karla.

Martin er 29 ára eistneskur, 191 cm bakvörður sem kemur til félagsins úr sameiginlegri úrvalsdeild Lettlands og Eistlands. Þar skilaði hann 10 stigum, 4 stoðsendingum og 3 stolnum boltum á síðustu leiktíð. Fyrir utan heimalandið hefur Martin einnig leikið sem atvinnumaður í Rúmeníu, Grikklandi og á Spáni. Þá hefur hann einnig leikið 18 leiki fyrir landslið Eistlands.