Lykilleikmaður fyrstu umferðar Subway deildar kvenna var leikmaður Grindavíkur Danielle Rodriguez.

Í sínum fyrsta leik eftir tveggja ára fjarveru frá deildinni var Danielle potturinn og pannan í sterkum sigri Grindavíkur gegn Fjölni. Á rúmum 38 mínútum spiluðum skilaði hún 36 stigum, 9 fráköstum, 5 stoðsendingum 3 stolnum boltum og vörðu skoti.

  1. umferð – Danielle Rodriguez / Grindavík