Leikur ÍR og Fjölnis í Subway deild kvenna hefur verið færður úr nýju íþróttahúsi ÍR við Skógarsel í TM hellinn (Seljaskóla), þar sem vinnu við að tengja klukkubúnað er ekki lokið.

Leikurinn verður því í TM hellinum kl. 19:15 í kvöld, en ekki á áður auglýstum stað í Skógarseli.