KR samdi í dag við þá Björn Kristjánsson, Þorsteinn Finnbogason og Hallgrímur Árni Þrastarson fyrir komandi átök í Subway deild karla.

Björn og Hallgrímur Árni framlengdu samninga sína, en Björn hefur leikið fyrir meistaraflokk félagsins um áraraðir á meðan að Hallgrímur er að stíga sín fyrstu skref eftir að hafa leikið með yngri flokkum félagsins.

Þorsteinn kemur til liðsins frá Álftanesi, er að upplagi úr Grindavík, en hefur áður einnig leikið fyrir Hauka og Breiðablik.

Þjálfari liðsins Helgi Már Magnússon um samninga dagsins “Það er ánægjulegt að það sé búið að ganga frá þessum leikmönnum fyrir komandi tímabil. Bjössa þekkjum við öll auðvitað vel. Árni var með okkur í fyrra en er ennþá að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokki enda einungis 16 ára gamall. Þorsteinn er svo að koma sér í gang aftur eftir smá pásu en hann passar vel inn í hópinn.“