Hér fyrir neðan má sjá spár formanna, þjálfara og fyrirliða liða og spá fjölmiðla fyrir Subway deild karla sem opiberaðar voru á árlegum kynningarfundi nú í hádeginu.

Áhugavert er að sjá að bæði fulltrúar félaga og fjölmiðlar virðast vera nokkuð sammála um hvernig liðin eiga eftir að raða sér í vetur.

Í spá félaga er það Keflavík sem spáð er fyrsta sætinu og Tindastóli öðru. Í spá fjölmiðla víxlast það þó og þar er Tindastóli spáð efsta sætinu.

ÍR og Hetti er í báðum tilvikum spáð falli úr deildinni og samkvæmt niðurstöðum verða það Grindavík, KR og Haukar sem berjast um síðasta sæti úrslitakeppninnar.