Keflavík vann í dag sigur á grönnum sínum í Njarðvík í úrslitaleik Pétursmótsins 2022, 98-95.

Stigahæstur fyrir Keflavík í leiknum var Hörður Axel Vilhjálmsson með 16 stig á meðan að Dedrick Basile var með 23 stig fyrir Njarðvík.

Fyrr í dag höfðu Haukar tryggt sér þriðja sæti mótsins með öruggum 105-71 sigri gegn Grindavík.