Spár formanna, þjálfara og fyrirliða liða og spá fjölmiðla fyrir Subway deild kvenna voru opinberaðar í hádeginu í dag á árlegum kynningarfundi deildarinnar. Þar má sjá að Haukum er spáð efsta sæti deildarinnar, en ásamt þeim er gert ráð fyrir að Njarðvík, Valur og Keflavík verði með í úrslitakeppninni. Nýliðum ÍR er hinsvegar spáð beint aftur niður í fyrstu deildina.

Hérna má sjá spárnar fyrir Subway deild kvenna 2022

Karfan var á fundinum og spjallaði við Rúnar Inga Erlingsson þjálfara Íslandsmeistara Njarðvíkur, en hans konum er spáð 2. sæti deildarinnar á komandi leiktíð.