Spár formanna, þjálfara og fyrirliða liða og spá fjölmiðla fyrir Subway deild karla voru opinberaðar í hádeginu í dag á árlegum kynningarfundi deildarinnar. Í spá félaga er það Keflavík sem spáð er fyrsta sætinu og Tindastóli öðru. ÍR og Hetti er í báðum tilvikum spáð falli úr deildinni og samkvæmt niðurstöðum verða það Grindavík, KR og Haukar sem berjast um síðasta sæti úrslitakeppninnar.

Hérna má sjá spárnar fyrir Subway deild karla 2022-23

Karfan var á fundinum og spjallaði við Finn Frey Stefánsson þjálfara Íslandsmeistara Vals, en hans mönnum er spáð 4. sæti þetta tímabilið.