Breiðablik hefur framlengt samningi sínum við Isabellu Ósk Sigurðardóttur fyrir komandi tímabil í Subway deild kvenna.
Isabella er að upplagi úr Breiðablik og hefur leikið með meistaraflokki félagsins síðan árið 2014. Á síðustu leiktíð skilaði hún 14 stigum og 14 fráköstum að meðaltali í leik fyrir liðið, en hún var framlagshæsti íslenski leikmaður deildarinnar með rúm 24 framlagsstig að meðaltali í leik.
Nú í sumar eftir að tímabilinu lauk á Íslandi lék Isabella fyrir South Adelaide Panthers í næst efstu deild í Ástralíu.