Æfingamótið Icelandic Glacial rúllar af stað í Þorlákshöfn í kvöld með tveimur leikjum.

Heimamenn í Þór taka á móti Njarðvík kl. 18:00 og í seinni leiknum eigast við Breiðablik og Valur kl. 20:00.

Líkt og síðustu ár verður mótið opið fyrir aðdáendur liðanna, en einnig verða beinar vefútsendingar frá völdum leikjum.