Icelandic Glacial æfingamótið klárast í Þorlákshöfn í kvöld með tveimur leikjum.

Breiðablik og Njarðvík eigast við í eiginlegum úrslitaleik mótsins kl. 18:00, en bæði höfðu liðin unnið Íslandsmeistara Vals og heimamenn í Þór í fyrstu tveimur leikjunum.

Í seinni leik kvöldsins kl. 20:00 mætast svo heimamenn í Þór og Valur í leik sem er upp á þriðja sætið.

Lifandi tölfræði verður frá leikjunum inni á tölfræðiveitu KKÍ.