Skotþjálfarinn Dave Hopla var staddur á Íslandi í síðustu viku og var við æfingar hjá Val auk þess sem hann hélt nokkur námskeið sem uppselt á öll var uppselt.

Dave Hopla hefur þjálfað bestu leikmenn heims á borð við Kobe Bryant, auk annarra leikmanna í NBA, WNBA, háskólaboltanum og annarra. Hopla er sérstakur skotþjálfari og er þekktur fyrir fyrirlestra sína þar sem hann klikkar varla úr skoti, en í síðustu viku setti hann niður 1,266 af 1,293 sem er 97.9% skotnýting.

Í þetta skiptið hélt Hopla þrjú stútfull námskeið þar sem hann kenndi körfuboltaiðkendum á öllum aldri. Góður rómur var af námskeiðunum og er von námskeiðshaldara að hægt verði að endurtaka leikinn á næsta ári.