Tindastóll hefur endurnýjað samninga sína við vallarkynninn Hlífar Óla Dagsson fyrir komandi tímabil í Subway deild karla og fyrstu deild kvenna.

Segja má að kynningar Hlífars hafi komið eins og stormsveipur inn í úrslitakeppni síðasta tímabils, þar sem heimaliðið Tindastóll náði sögulegum árangri og fór alla leið í oddaleik úrslita. Samkvæmt tilkynningu félagsins “Við erum stolt af því að hafa tryggt okkur starfskrafta Hlífars og hvetjum alla til að taka undir með honum þegar hann segir: Áfram Tiiiiiiiiindastóóóóll!”