Hér fyrir neðan má sjá spár formanna, þjálfara og fyrirliða liða og spá fjölmiðla fyrir Subway deild kvenna sem opiberaðar voru á árlegum kynningarfundi nú í hádeginu.

Áhugavert er að sjá að bæði fulltrúar félaga og fjölmiðlar virðast vera alveg sammála um hvernig liðin eiga eftir að raða sér í vetur.

Þar má sjá að Haukum er spáð efsta sæti deildarinnar, en ásamt þeim er gert ráð fyrir að Njarðvík, Valur og Keflavík verði með í úrslitakeppninni. Nýliðum ÍR er hinsvegar spáð beint aftur niður í fyrstu deildina.