Bakvörðurinn Hákon Örn Hjálmarsson hefur yfirgefið Binghamton Bearcats í bandaríska háskólaboltanum og mun mögulega leika á Íslandi á komandi 2022-23 tímabili. Staðfestir leikmaðurinn þetta í samtali við Körfuna. Samkvæmt Hákoni mun hann ekki hafa ákveðið með hvaða liði hann leikur á komandi tímabili.

Hákon er 23 ára og að upplagi úr ÍR, en eftir að hafa leikið upp yngri flokka félagsins hóf hann að leika með meistaraflokki þeirra 16 ára gamall tímabilið 2015-16. Með þeim lék hann allt til ársins 2019, þar sem hann skilaði á sínu síðasta tímabili 13 stigum, 4 fráköstum og 4 stoðsendingum á rúmum 28 mínútum spiluðum að meðaltali í leik. Frá 2019 hefur hann leikið með bandaríska fyrstu deildar háskólaliðinu Binghamton Bearcats.