ÍR hefur borist liðsstyrkur fyrir komandi átök í Subway deild karla, en félagið tilkynnti fyrir skemmstu að Hákon Örn Hjálmarsson hefði samið við liðið fyrir komandi tímabil.

Hákon hefur undanfarin ár spilað fyrir Binghamton Bearcats í bandaríska háskólaboltanum en lék þar áður fyrir ÍR við góðan orðstír. Hákon var til að mynda hluti af liði ÍR sem komst óvænt í lokaúrslit efstu deildar vorið 2019.