Tveir leikir fóru fram í átta liða úrslitum EuroBasket 2022 í dag.
Í fyrri leik dagsins hafði Spánn betur gegn Finnlandi, 100-90. Atkvæðamestur fyrir Spán í leiknum var Willy Hernangomez með 27 stig og 5 fráköst. Fyrir Finnland var það Lauri Markkanen sem dró vagninn með 28 stigum og 11 fráköstum.
Í seinni leiknum höfðu heimamenn í Þýskalandi betur gegn sterku liði Grikklands, 107-96. Þrátt fyrir að hafa báðum verið hent út úr húsi undir lok leiks voru þeir Dennis Schroder og Giannis Antetokounmpo atkvæðamestir fyrir liðin. Fyrir Þýskaland var Dennis með 26 stig, 8 stoðsendingar og Giannis fyrir Grikkland, 31 stig, 7 fráköst og 8 stoðsendingar.
Fyrri undanúrslitaviðureign mótsins er því klár, en á föstudag mun Þýskaland mæta Spáni. Hvaða lið verða í seinni undanúrslitaviðureigninni mun ráðast á morgun, en þá mætir Frakkland liði Ítalíu og Slóvenía og Pólland eigast við.