Keflavík hefur samið við Eric Ayala um að leika með liðinu á komandi tímabili í Subway deild karla.

Eric er 23 ára, 196 cm bakvörður sem kemur til liðsins frá háskólaliði Maryland, en þar skilaði hann 15 stigum, 5 fráköstum og 2 stoðsendingum á sínu síðasta tímabili, 2021-22.

Eric er kominn til landsins og verður með Keflvík gegn Grindavík á Péturmótinu í kvöld kl. 20:15.