Elvar Már Friðriksson og Rytas lögðu Juventus fyrr í dag í fyrsta leik þessa tímabils í úrvalsdeildinni í Litháen, 88-90.

Á rúmum 23 mínútum spiluðum skilaði Elvar Már 4 stigum, 4 fráköstum og 3 stoðsendingum.

Næsti leikur Elvars og Rytas er komandi fimmtudag 29. september gegn Neptunas.

Tölfræði leiks