Elvar Már Friðriksson og Rytas lögðu Neptunas nokkuð örugglega í kvöld í LKL deildinni í Litháen, 93-67.

Á rúmum 19 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Elvar Már 10 stigum, 4 fráköstum og 6 stoðsendingum.

Meistarar Rytas hafa því unnið fyrstu tvo leiki tímabilsins, en næst eiga þeir leik þann 1. október gegn Prienai.

Tölfræði leiks