Grindavík hefur samið við bandaríska leikmanninn David Azore um að leika með félaginu í Subwaydeild karla á komandi leiktíð. Azore er 23 ára gamall, fjölhæfur leikmaður, sem leikur sem bakvörður en getur jafnframt leyst fleiri stöður á vellinum.

Azore kemur beint úr bandaríska háskólaboltanum en hann lék með UT Arlington háskólanum við góðan orðstír. Hann var með 20 stig að meðaltali í leik á síðustu leiktíð, en hann er 192 cm á hæð og kom til landsins í dag.