Bæði lið höfðu unnið báða sína leiki á móti Val og Þór á mótinu svo að leikur kvöldsins á milli Breiðabliks og Njarðvíkur var eiginlegur úrslitaleikur Icelandic Glacial mótsins 2022.

Gangur leiks

Fyrri hálfleikur var nokkuð jafn, Njarðvík var með yfirhöndina í  fyrsta leikhlutan en Breiðablik vann annan, héldu Njarðvíkingum í 16 stigum. Staðan í hálfleik Njarðvík 55-47 Breiðablik. Seinni hálfleikur var svo eign Blika, en þeir sigla að lokum mjög svo öruggum 112- 81 sigur í höfn.

Breiðablik 112-81 Njarðvík

Atkvæðamestir

Breiðablik Everage 22 stig 7 stoðsendingar

Njarðvík Mario 21 stig 10 fráköst

Blikar mættu vel undirbúnir í þetta mót. Frá því í fyrra hafa þeir bætt vörnina, voru sem dæmi með 24 stolna bolta í leik dagsins. Þeir spila áfram sama sóknarleik sem er á köflum ógnvekjandi hraður. Njarðvík geymdi sína helstu hesta heima, töpuðu mörgum boltum og voru slakir á móti boltapressu í fjarveru Dedrick Basile.

Hvað svo

Njarðvík fer á næsta æfingamót suður með sjó þar sem þeir spila í Pétursmótinu.

Blikar taka einn æfingaleik á móti Haukum og svo beint í Íslandsmót.