Leikmaður Sindra í fyrstu deild karla Birgir Leó Halldórsson mun halda til Spánar fyrir komandi tímabil og leika með Zentro Basket í Madrid. Staðfestir félagið þetta á dögunum.

Birgir Leó er að upplagi úr Sindra, þar sem hann hefur leikið upp yngri flokka og með meistaraflokki síðan á síðasta tímabili, en hann er aðeins 15 ára gamall. Þá hefur hann einnig leikið með yngri landsliðum Íslands, nú síðast undir 16 ára liði drengja sem endaði í þriðja sæti Norðulandamótsins og í fimmta sæti á Evrópumótinu. Þar var hann með 11 stig, 4 fráköst og 3 stoðsendingar að meðaltali í leik.

Mynd/ UMF Sindri