Icelandic Glacial æfingamótið árlega rúllaði af stað í Þorlákshöfn í kvöld með tveimur leikjum.

Í seinni leik kvöldsins lagði Breiðablik Íslandsmeistara Vals nokkuð örugglega, 91-66. Atkvæðamestur Blika í leiknum var Julio De Assis með 18 stig og 14 fráköst. Fyrir Val var Aron Booker bestur með 20 stig og 7 fráköst.

Tölfræði leiks

Karfan spjallaði við Árna Hrafnsson leikmann Breiðabliks eftir leik í Þorlákshöfn.