Tindastóll hefur á nýjan leik samið við Zoran Vrkic fyrir komandi átök í Subway deild karla.

Zoran kom til Tindastóls á síðasta tímabili og skilaði 10 stigum, 4 fráköstum og stoðsendingu að meðaltali í 25 leikjum fyrir félagið á tímabilinu, en Stólarnir fóru alla leið í oddaleik úrslita, þar sem þeir töpuðu fyrir Val.