Skotþjálfarinn Dave Hopla er væntanlegur til landsins á næstu dögum þar sem hann verður með æfingar Origo-Höll Valsmana að Hlíðarenda.

Dave Hopla hefur þjálfað bestu leikmenn heims á borð við Michael Jordan, auk annarra leikmanna í NBA, WNBA, háskólaboltanum og annarra. Hopla er sérstakur skotþjálfari og er þekktur fyrir fyrirlestra sína þar sem hann klikkar varla úr skoti. 

Boðið uppá tækifæri að æfa með Dave Hopla á sérstöku námskeiði í næstu viku. Námskeiðið er hugsað fyrir stelpur og stráka á aldrinum 11 ára og eldri. Einungis sextán einstaklingar komast að í hvert námskeið og seldist upp síðast þegar upp á aðeins nokkrum klukkutímum. Reynslu miklir þjálfara á borð við Ágúst Björgvinsson og Finnur Freyr Stefánsson munu einnig þjálfa á námskeiðinu.

Þrjú námskeiðið verða haldin í Origo-höllinni að Hlíðarenda. Skráning fer fram á agust@valur.is

Námskeið 1: 15 ára og eldri  Fimmtudag 1.sep kl. 19:00-21:30

Námskeið 2: 14-16 ára, Föstudagur 2.sep kl. 19:00-21:30

Námskeið 3: 13 ára og yngri, Laugadagur 3.sep kl. 10:00-12:30

Origo-Höll Vals að Hlíðarenda

Verð 14.900- kr.

Skráning þarf að koma fram á hvaða námskeið er skráð agust@valur.is