Grindavík hefur samið við Vangelis Tzolos fyrir komandi átök í Subway deild karla.

Vangelis er 30 ára, 192 cm grískur bakvörður sem allan sinn feril hefur leikið í heimalandinu. Á síðustu leiktíð lék hann þar fyrir Ionikos Nikaias, en að upplagi er hann frá AEK Aþenu. Félagið geir ráð fyrir að Vangelis komi til landsins nú um mánaðarmótin.