Grindvíkingar hafa á nýjan leik samið við Litháann Valdas Vasylius sem er 203 cm hár miðherji og lék síðast með BC Šilutė í næst efstu deild í heimalandi sínu.

Valdas, sem er fæddur 1983, lék með liði Neptunas Klaipeda í EuroLeague tímabilið 2014-2015 þar sem hann var með 6,8 stig að meðaltali í leik í 10 leikjum. Auk heimalandsins þá hefur Valdas spilað sem atvinnumaður í Grikklandi, Póllandi, Rússlandi og Úkraínu.

Áður en atvinnumannaferillinn hófst stundaði hann nám í mennta- og háskóla í Bandaríkjunum en hann lék með Old Dominion háskólanum á árunum 2003 til 2007.

Valdas lék tímabilið 2019-20 fyrir Grindavík í Dominos deildinni, en þá skilaði hann 15 stigum, 7 fráköstum og 2 stoðsendingum að meðaltali í leik.