Undir 16 ára landslið stúlkna mátti þola tap fyrir Svíþjóð í dag á fyrsta leik sínum á Evrópumótinu í Svartfjallalandi, 74-49.

Atkvæðamestar fyrir Ísland í leiknum voru Anna María Magnúsdóttir með 10 stig, 2 fráköst, 2 stoðsendingar og Dzana Crnac með 8 stig og 5 fráköst.

Næsti leikur liðsins er á morgun föstudag 19. ágúst kl. 16:45 gegn Sviss.

Tölfræði leiks