Ísland mátti þola tíu stiga tap, 68-58, gegn liði Írlands í B-deild Evrópumóts U-18 landsliða kvenna í dag. Eftir góða sigra gegn Noregi, Danmörku og Austurríki reyndust Írar of sterkar fyrir íslenska liðið í umspili um 9.-18. sæti mótsins.

Emma Sóldís Hjördísardóttir var stigahæst í íslenska liðinu með 18 stig.