Þórsarar frá Þorlákshöfn munu taka þátt í FIBA Europe Cup í vetur, líkt og áður hefur verið fjallað um. Nú er orðið ljóst að riðill Þórsara verður leikinn í Kósóvó, nánar tiltekið í borginni Mitrovica, dagana 27. til 30. september.

Þórsarar munu þar mæta kýpverska liðinu Petrolina AEK, en sigurvegari þeirrar viðureignar mætir belgíska liðinu Antwerp Giants. Vinni Þór þessar tvær viðureignir mun liðið leika eina viðureign til viðbótar um sæti í riðlakeppni Europe Cup. Takist liðinu að komast í riðlakeppnina verða Þórsarar fyrsta íslenska karlaliðið sem leikur í riðlakeppni Europe Cup, en Haukar léku eftirminnilega í riðlakeppni Europe Cup kvenna á síðasta tímabili.