Landsliðsmaðurinn Þórir Guðmundur Þorbjarnarson hefur samið við Oviedo á Spáni um að leika með liðinu á komandi tímabili.

Þórir Guðmundur kemur til Oviedo frá Landstede Hammers í BNXT deildinni í Belgíu/Hollandi, en þar skilaði hann 12 stigum, 5 fráköstum og 3 stoðsendingum á síðustu leiktíð. Oviedo leika í næst efstu deild á Spáni, Leb Oro og er hann annar leikmaður landsliðsins sem semur við lið í þeirri deild þar sem að Ægir Þór Steinarsson hafði fyrr í sumar samið við HLA Alicante.