Ísland mætir Spáni annað kvöld ytra í fyrsta leik sínum í lokariðil undankeppni HM 2023. Leikurinn hefst kl. 19:00 að íslenskum tíma og verður í beinni útsendingu á RÚV2. Seinni leikur ágústs leikja gluggans er svo á dagskrá komandi laugardag 27. ágúst, en í honum tekur liðið á móti Úkraínu í Ólafssal.

Allar nánari upplýsingar er að finna hér

Hérna er heimasíða undankeppninnar

Hér má sjá lið Spánar

Craig Pedersen landsliðsþjálfari og aðstoðarþjálfarar hans hafa valið þá 12 leikmenn sem skipa liðið að þessu sinni, en Ragnar Nathanaelsson kemur inn í liðið fyrir Jón Axel Guðmundsson vegna meiðsla.

Elvar Már Friðriksson · Rytas Vilnius, Litháen (59)

Haukur Helgi Briem Pálsson · Njarðvík (70)

Hilmar Pétursson · Muenster, Þýskalandi (Nýliði)

Hörður Axel Vilhjálmsson · Keflavík (93)

Ragnar Ágúst Nathanaelsson · Hamar (57)

Kári Jónsson · Valur (26)

Kristófer Acox · Valur (46)

Sigtryggur Arnar Björnsson · Tindastóll (22)

Styrmir Snær Þrastarson · Davidson, USA (3)

Tryggvi Snær Hlinason · Basket Zaragoza, Spáni (52)

Þórir G. Þorbjarnarsson · Ovideo, Spáni (18)

Ægir Þór Steinarsson · CB Lucentum Alicante, Spáni (74)


Þjálfari: Craig Pedersen

Aðstoðarþjálfarar: Hjalti Þór Vilhjálmsson og Baldur Þór Ragnarsson