Þór hefur samið við Tarojae Brake fyrir komandi átök í fyrstu deild karla.

Tarojae er 25 ára, 190 cm bandarískur bakvörður sem kemur til liðsins úr TBL deildinni í Bandaríkjunum þar sem hann skilaði 17 stigum, 4 stoðsendingum og 6 fráköstum í leik. Það mun hafa verið hans fyrsta tímabil sem atvinnumaður, en tímabilið 2020-21 var hann með Saint Peters í bandaríska háskólaboltanum.