Tindastóll hefur framlengt samningum sínum við aðstoðarþjálfarana Helga Margeirsson og Svavar Birgisson fyrir komandi tímabil í Subway deild karla.

Svavar og Helgi munu því áfram vera aðstoðarþjálfarar liðsins á næsta tímabili, en nú í sumar skipti félagið um aðalþjálfara þegar að Baldur Þór Ragnarsson hélt til Ulm í Þýskalandi og við liðinu tók hinn króatíski Vladimir Anzulović frá Zadar í heimalandinu.